Fara í efni

Barnavernd

Barnaverndarþjónusta í Þingeyjarsveit

Þingeyjarsveit ásamt Akureyrarbæ, Dalvíkurbyggð, Eyjafjarðarsveit, Grýtubakkahreppi, Hörgársveit, Langanesbyggð, Svalbarðsstrandarhreppi, Tjörneshreppi og Norðurþingi reka saman Barnaverndarþjónustu á Norðurlandi eystra.

Markmið barnaverndar er að tryggja öllum börnum sem búa við óviðunandi aðstæður og/eða börnum sem stofna heilsu sinni og lífi í hættu nauðsynlega aðstoð.

Í Þingeyjarsveit er lögð áhersla á að skapa börnum fyrirmyndaraðstæður til að njóta öryggis og góðs lífs í uppvexti sínum. Hér gefur að líta viðbragðsáætlun Þingeyjarsveitar ef grunur vaknar á að börn búi við vanrækslu, ofbeldi eða sýni af sér áhættuhegðun. 

Getum við bætt efni þessarar síðu?