Fara í efni

Kristinn Ingi Pétursson hefur verið ráðinn í 50% stöðu kerfisstjóra

Kristinn Ingi Pétursson hefur verið ráðinn í 50% stöðu kerfisstjóra hjá Þingeyjarsveit.

Kristinn er borinn og barnfæddur Reykdælingur og er íbúum Þingeyjarsveitar vel kunnur. Hann hefur langa reynslu í hönnun. innleiðingu og rekstri miðstýrðra tölvu- og netkerfa hjá bæði opinberum aðilum og einkaaðilum. Hann hefur frá árinu 2014 verið sjálfstætt starfandi sem kerfisstjóri og einnig verið í hlutastarfi sem slíkur við Framhaldsskólann á Laugum. Fyrir þann tíma starfaði hann hjá Advania og forverum þess frá 2002 – 2013.

Við bjóðum Kristin velkominn til starfa hjá Þingeyjarsveit.

Getum við bætt efni þessarar síðu?