19.09.2022
Samkeppni um hugmynd að byggðamerki Þingeyjarsveitar
Á 7. fundi sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar þann 14. september sl. ákvað sveitarstjórn að efna til samkeppni um hugmynd að nýju byggðamerki fyrir sveitarfélagið. Frestur til að skila tillögum er til 10. nóvember 2022 og veitt verða verðlaun að fjárhæð kr. 200.000 fyrir þá tillögu sem verður fyrir valinu.