Kæru íbúðaeigendur í Mývatnssveit!

Kæru íbúðaeigendur í Mývatnssveit!


Undanfarin misseri hefur verið viðvarandi undirmönnun í leikskólanum Yl í Reykjahlíð. Því miður hefur komið ítrekað til þjónustuskerðingar af þessum sökum, sem reynir mjög á barnafjölskyldurnar og samfélagið allt. Sú ánægjulega breyting er svo í farvatninu að útlit er fyrir umtalsverða fjölgun barna næsta árið.

Margar stöður eru nú auglýstar bæði í leikskólanum Yl og í Reykjahlíðarskóla. Gera má ráð fyrir að þessar stöður þurfi að manna að mestu með nýjum íbúum. Og þar kreppir skóinn, húsnæði er mjög af skornum skammti í Mývatnssveit. Fyrirhuguð er bygging nokkurra íbúða í Reykjahlíð, en þær fyrstu verða ekki tilbúnar fyrr en að áliðnu hausti og ekki tímanlega fyrir skólabyrjun.

Því leitum við til íbúðareigenda í Mývatnssveit; geturðu hlaupið undir bagga? Áttu íbúðarhúsnæði sem þú gætir hugsað þér að leigja um lengri eða skemmri tíma til starfmanns leikskóla/skóla? Ef svo er þá endilega sendu línu á verkefnastjóra fjölskyldumála Ástu F. Flosadóttur á netfangið: asta.flosadottir@thingeyjarsveit.is.