Félagsstarf eldri borgara flytur í Mikley

Í tilefni þess að félagsstarf eldri borgara  í Mývatnssveit flytur í Mikley verður opið hús nk. fimmtudag 27. apríl milli kl. 15 og 16.  

Mikley er vestari hluti skrifstofuhúsnæðis Þingeyjarsveitar við Hlíðaveg 6, í Reykjahlíð og mun félag eldri Mývetninga fá  afnot af húsnæðinu utan þess tíma sem skipulagt félagsstarf fer fram í húsnæðinu.

Í syðri hluta Mikleyjar verður áfram til útleigu skrifstofuaðstaða sem og námsver með sólarhringsaðgengi.  

Á opnu húsi verður eldri borgurum formlega afhent húsnæðið til afnota,  heitt verður á könnunni og Gunnar á Löngumýri í Skagafirði kemur í heimsókn, segir frá orlofsbúðum eldri borgara á Löngumýri og fer með gamanmál. 

Allir velkomnir. 

Sveitarstjóri.