Í ár eru 50 ár frá því lögin um verndun Mývatns og Laxár voru fyrst samþykkt og Rannsóknarmiðstöðin við Mývatn stofnuð. Því verða hátíðarhöld 22. júní!
Menningarverðlaun Þingeyjarsveitar 2024 voru afhent þann 17. júní á Laugum. Auglýst var eftir tilnefningum til verðlaunanna en alls bárust ellefu tilnefningar í ár.
Kvenfélag Mývatnssveitar, Ungmennafélagið Efling og Þingeyjarsveit bjóða íbúum upp á glens og gleði í tilefni af 17. júní. Skemmtilegir viðburðir um helgina og hátíðardagskrá á mánudaginn.
Sveitarfélagið Þingeyjarsveit býður fulltrúum atvinnulífsins til fundar til að ræða framtíðarsýn sveitarfélagsins. Þessi fundur er liður í stefnumótunarvinnu sveitarfélagsins og er vettvangur til að mynda tengsl, deila hugmyndum og ræða mögulegar áherslur til næstu ára.
„Umhverfið og sveitarfélagið sem við búum í er gríðarlega fallegt og vinsælt sem náttúruupplifun. Það er mikill styrkleiki - sem við
þyrftum að nýta okkur miklu betur“ segir meðal annars í nýrri skólastefnu Þingeyjarsveitar sem er nú aðgengileg á vefnum.
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkti þann 16. maí 2024 að auglýsa tillögu að deiliskipulagsbreytingu Goðafoss og umhverfis í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.