Tilkynning til íbúa Þingeyjarsveitar
Ágætu íbúar Þingeyjarsveitar.
Nú er tunnudreifingu lokið í sveitarfélaginu og byrjað að hreinsa frá heimilum. Einhverjum sérlausnum er þó ólokið í því sambandi en unnið er að því ljúka þeim.
Kæru íbúar.
Sumarið er á enda og haustið gengið í garð. Með þessu bréfi langar mig til að upplýsa ykkur um eitt og annað sem hefur verið í gangi og framundan er hjá okkur í sveitarfélaginu.
Í tilefni Menningarminjadagsins 2016 bjóða Urðarbrunnur - menningarfélag og Hið þingeyska fornleifafélag til kynningarfundar um örnefni og gildi þeirra í fortíð og framtíð í Seiglu - miðstöð sköpunar á Laugum í Þingeyjarsýslu laugardaginn 17. september klukkan 15:00.