Auglýsing um starf í Þingeyjarskóla

Þingeyjarskóli auglýsir eftir matráði/matreiðslumanni til að sinna mötuneyti skólans á Hafralæk. 

Hlutverk matráðs er m.a. að bjóða upp á næringarríkt og hollt fæði á skólatíma í samræmi við manneldismarkmið. Sjá um aðföng, útbúa matseðla og stýra starfsemi eldhússins.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 2. janúar 2018

Umsóknarfrestur er til 10. desember 2017.

Nánari upplýsingar veitir skólastjóri Þingeyjarskóla í síma 4643580