Gjaldskrár er varða barnafjölskyldur og fólk í viðkvæmri stöðu voru lækkaðar frá 1. apríl. Skólamáltíðir í leik- og grunnskóla hafa verið gjaldfrjálsar og verða það áfram.
Mótun heildstæðrar stefnu fyrir Þingeyjarsveit stendur nú yfir og gefst íbúum Þingeyjarsveitar kostur á að koma með sínar hugmyndir og tillögur inn í stefnumótun sveitarfélagsins. Af þessu tilefni verða þrír íbúafundir haldnir í aprílmánuði.