Ný hunda- og kattasamþykkt Þingeyjarsveitar tekur gildi

Mynd af netinu
Mynd af netinu

Ný samþykkt um hunda og kattahald hefur nú tekið gildi. Ástæða þess að hafa ítarlega og góða samþykkt um dýrahald er fyrst og fremst sú að sem mest sátt geti skapast á milli dýraeigenda og þeirra sem ekki ala dýr. Helstu breytingar sem taka gildi í þessari samþykkt er að nú er öllum eigendum hunda og katta skylt að skrásetja dýrin innan 6 mánaða eftir gildistöku samþykktarinnar. Þetta er fyrst og fremst gert til að auðvelda eftirlit og því að koma dýrunum til síns heima ef þau fara á flakk. Gerð hefur verið ný skráningasíða og er slóðin hér.

Í samþykktinni eru svo ýmsar varúðar-, aðgæslu- og umgengisskyldur, sem gott er að hafa í huga, eins og sjá má hér um hunda: 

12. gr.
Helstu varúðar-, aðgæslu- og umgengniskyldur.
Umráðamenn hunda skulu gæta þess vel, að hundar þeirra valdi ekki hættu, óþægindum, óþrifnaði
eða raski ró manna, með stöðugu eða ítrekuðu ýlfri eða gelti.
Eigendum og umráðamönnum hunda er ávallt skylt að fjarlægja saur eftir hundana.
Óheimilt er að láta hunda vera lausa, nema nytjahunda, sbr. þó 13. gr., þegar þeir eru að störfum
í gæslu eiganda eða umráðamanns. Hundar skulu annars ávallt vera í taumi utan húss, sbr. þó 13. gr.,
og í umsjá manns sem hefur fullt vald yfir þeim.

 Og hér með ketti: 

16. gr.
Helstu varúðar-, aðgæslu- og umgengnisskyldur.
Eigendur og umráðamenn katta skulu gæta þess vel, að kettir þeirra valdi ekki hættu, óþægindum,
óþrifnaði eða raski ró manna.
Sérstaklega eru kattaeigendur hvattir til að gæta dýra sinna á varptíma fugla, hengja á þá bjöllur,
kraga eða svuntur, takmarka útivistartíma, gefa þeim nægilega eða hverjar þær aðferðir sem gagnast
gegn afráni á varptíma.
Leyfishöfum og umráðamönnum katta er skylt að fara vel með ketti og tryggja þeim góða vist og
sjá til þess að þeir lendi ekki á flækingi

Nýju samþykktina má nálgast á þessari slóð. Við viljum hvetja alla eigendur hunda og katta til að kynna sér vel þessa samþykkt og skrá dýrin sín á þessari slóð hér og umfram allt að fara vel með dýrin í sátt við umhverfið og nágranna.