Lausar lóðir í Þingeyjarsveit

Í Þingeyjarsveit eru lausar lóðir til afhendingar á þremur stöðum í sveitarfélaginu . Um er að ræða tvær lóðir á Laugum, þrjár lóðir á Stórutjörnum og þrettán lóðir í einkaeigu í landi Brekku í Aðaldal. Einnig er verið að vinna að uppfærslu á deiliskipulagi á Hafralæk í Aðaldal. Hér má finna lóðir sem eru lausar til afhendingar í sveitarfélaginu.

Þingeyjarsveit hefur auglýst 70% afslátt af gatnagerðargjöldum til 1. júlí 2018 á lóðum í eigu sveitarfélagsins. Að neðan má sjá umræddar lóðir en til að fá frekari upplýsingar er hægt að hafa samband við skipulags- og byggingarfulltrúa á skrifstofu Þingeyjarsveitar. Sími á skrifstofu sveitarfélagsins er 464-3322

Til að fá frekari upplýsingar vegna íbúðarlóða í landi Brekku er bent á að hafa samband við Reyni B. Ingvason í síma 893-1018

Laugar

 

  • Lautavegur 12
  • Lautavegur 14

Stórutjarnir

  • Melgata 2
  • Melgata 4
  • Melgata 6

Brekka í Aðaldal (í einkaeigu)

  

í Brekku eru skipulagðar 14 íbúðarhúsalóðir á stærðarbilinu 2500-4500 m2. Búið er að byggja á einni lóð og eru því 13 lausar til afhendingar. Lóðirnar eru í einkaeigu.