Landeigendakönnun vegna endurskoðunar aðalskipulags Þingeyjarsveitar

Þingeyjarsveit hefur hafið endurskoðun aðalskipulags Þingeyjarsveitar í samvinnu við Alta. Hluti af þeirri vinnu er landeigendakönnun þar sem landeigendur Þingeyjarsveitar geta komið á framfæri mögulegum áformum innan sinna jarða sem kalla á aðalskipulagsbreytingar eða ef eitthvað er að þeirra mati úrelt og þarfnast lagfæringar.

Landeigendur geta svarað könnuninni á síðunni https://sites.google.com/alta.is/landeigendur/home

Könnunin er auglýst í Hlaupastelpunni auk þess að vera aðgengileg af síðu Þingeyjarsveitar www.thingeyjarsveit.is

Ef einhverjir landeigendur í sveitarfélaginu hafa ekki aðgengi að tölvu má hafa samband við Helgu Sveinbjörnsdóttur á skrifstofu Þingeyjarsveitar í síma 464-3322 til að fá könnunina senda á pappírsformi eða svara könnuninni í gegnum síma.

Við hvetjum alla til að taka þátt og koma sínum skoðunum á framfæri.

Könnuninni verður hægt að svara til 05.06.2020.