S
M
Þ
M
F
F
L
31
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
Fyrri mánuður
ágúst 2016
Næsti mánuður
Kortasjá Þingeyjarsveitar
Myndavefur Þingeyjarsveitar

23. ágúst 2016

 

Fundarboð

197. fundur verður haldinn

í Kjarna fimmtudaginn 25. ágúst kl. 13:00

 

 

Dagskrá:

 

1.      Fundargerð Skipulags- og umhverfisnefndar frá 18.08.2016

2.      Erindi frá Sparisjóði Suður-Þingeyinga

3.      Erindi frá Skóræktarfélagi Suður- Þingeyinga 

4.      Endurskoðuð rekstraráætlun Dvalarheimilis aldraðra 2016

5.      Bráðabirgðaúrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála

6.      Tilnefning fulltrúa í samstarfshóp stjórnvalda um endurskoðun stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Mývatn og Laxá

 

 

Til kynningar:

 

a)      Fundargerðir 281. og 282. funda stjórnar Eyþings

b)     Fundargerð 841. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

 

Sveitarstjóri

 

 

22. ágúst 2016

Kæru íbúar Þingeyjarsveitar.

Nú styttist í að sorptunnum verði dreift á öll heimili í sveitarfélaginu. Við byrjum dreifingu laugardaginn 27.08. Búast má við að dreifing taki allt að  hálfan mánuð. Hvert heimili sem greiðir sorphirðugjald fær 3 tunnur. 1 með bláu loki undir pappírsefni. 1 tunna með grænu loki undir plast umbúðir og málma og sú 3 undir sorp til urðunar. Nánari upplýsingar um flokkun er að finna í bæklingi sem dreift var í vetur og á heimasíðu sveitarfélagsins www.thingeyjarsveit.is   og  heimasíðu Gámaþjónustu Norðurlands www.gþn.is . Mikilvægt er að finna ílátum góðan stað með tilliti til fokhættu og aðgengis. Okkar starfsmenn munu reyna að hitta á heimilisfólk þegar dreift er og svara spurningum sem mögulega vakna.  Eins er gott að senda fyrirspurnir og óskir um t.d stærri ílát á nordurland@gamar.is  .  Síminn hjá okkur er 4140200 og við reynum að greiða skjótt úr málum sem koma upp.  Fyrsta hreinsun er ráðgerð í viku 38 þann 20 og 21 september  þá á sorpi til urðunar í annað hólf bílsins  og pappírsefnum í hitt. Munaðarlausir gámar í sveitinni verða fjarlægðir uppúr því. Sorphirðudagatal verður svo útbúið að fyrstu hreinsun  lokinni.

Kær kveðja

Gámaþjónusta Norðurlands

 

19. ágúst 2016

Þingeyjarskóli auglýsir eftir starfsmanni til vinnu við leikskóladeildina Barnaborg við Þingeyjarskóla.

Leitað er eftir öflugum starfsmanni er getur tekið að sér þrif, aðstoð í eldhúsi og önnur tilfallandi störf inn á deildinni.

Um 100% starfshlutfall er að ræða veturinn 2016/2017

Vinnutími er á milli 9 og 17

Gerðar eru kröfur um mikla hæfni í mannlegum samskiptum, stundvísi og hreint sakavottorð.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Nánari upplýsingar veitir Jóhann Rúnar Pálsson, skólastjóri Þingeyjarskóla.

Netfang: johannrunar@thingeyjarskoli.is

Sími 4643580

 

9. ágúst 2016

 

Nú  eru  skólar að byrja og þeir námsmenn sem munu dvelja á heimavist eða leigja sér húsnæði í vetur eiga rétt á húsaleigubótum.  Umsóknir þurfa að berast tímanlega til skrifstofu Þingeyjarsveitar eða eigi síðar en  15. dag fyrsta greiðslumánaðar.

Til þess að hægt sé að afgreiða húsaleigubæturnar þarf sveitarfélagið jafnframt að fá frumrit af þinglýstum húsaleigusamningi auk staðfestinga á námi.  Þeir sem eru að sækja um húsaleigubætur í fyrsta sinn þurfa jafnframt að framvísa staðfestu afriti af skattframtali sl. árs.

Vinsamlegast athugið að hægt er að senda inn umsókn þó svo að nauðsynleg fylgigögn vanti.  Umsóknin gildir þá frá þeim degi sem hún berst  skrifstofu sveitarfélagsins, en húsaleigubætur verða ekki afgreiddar fyrr en öll nauðsynleg gögn hafa borist.

Umsóknareyðublað má finna á http://thingeyjarsveit.is/stjornsysla/eydublod/ og  á skrifstofu sveitarfélagsins við Kjarna.  Nánari upplýsingar veitir Margrét í síma  464-3322 margret@thingeyjarsveit.is

 

Skrifstofa Þingeyjarsveitar

 

 

9. ágúst 2016

 

Fundarboð

196. fundur verður haldinn

í Kjarna fimmtudaginn 11. ágúst kl. 13:00

 

 

Dagskrá:

 

 

1.      Erindi frá Sparisjóður Suður-Þingeyinga

2.      Drög að samningi um styrkveitingu til uppbyggingar ljósleiðaranets í Þingeyjarsveit

3.      Úrskurður frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál nr. 632/2016

4.      Kærur til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála

5.      Nýtt rekstrarleyfi – Fosshóll

6.      Nýtt rekstrarleyfi – Hvítafell

7.      Drög að lokaskýrslu verkefnastjórnar 3. áfanga verndar- og orkunýtingaráætlunar

 

 

Til kynningar:

 

a)      Bréf frá Innanríkisráðuneytinu – Bárðardalsvegur vestari nr. 842

 

 

Sveitarstjóri