S
M
Þ
M
F
F
L
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
26
27
28
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
Fyrri mánuður
febrúar 2015
Næsti mánuður
Kortasjá Þingeyjarsveitar
Myndavefur Þingeyjarsveitar

25. febrúar 2015

Vegna slæmrar veðurspár hefur verið ákveðið að fresta umhverfis- og lýðheilsuþingi Stórutjarnaskóla um óákveðinn tíma.  Þingið verður auglýst rækilega síðar, væntanlega síðari hluta marsmánaðar.

 

24. febrúar 2015

 

Fundarboð

165. fundur verður haldinn

í Kjarna fimmtudaginn 26. febrúar kl. 13:00

 

 

Dagskrá:

 

1.      Fundargerð Skipulags- og umhverfisnefndar frá 19.02.2015

2.      Nýtt rekstrarleyfi – Gistiheimilið Breiðumýri

3.      Endurnýjun á rekstrarleyfi – Flugleiðahótel ehf.

4.      Ósk um framlag til hvatningar og styrks – nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda

5.      Styrkbeiðni – kvikmyndin Hrútar

6.      Ráðning skólastjóra við Þingeyjarskóla  

 

 

Til kynningar:

 

a)      Fundargerð 263. fundar stjórnar Eyþings 

b)      Fundargerð sameiginlegs fundar stjórna Eyþings og SSA með þingmönnum Norðausturkjördæmis

c)      Fundargerð 825. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

d)      Fundargerðir 169. og 170. funda HNE

e)      Gafl, félag um þingeyskan byggingararf

f)       Fundur um samstarf í úrgangsmál á Norðurlandi – minnispunktar

 

 

Sveitarstjóri

 

23. febrúar 2015

 

 

Vegna vinnu við spennistöð verður rafmagnslaust þriðjudaginn 24. febrúar  frá klukkan 15:30 til 16:00

í Bárðardal og Ljósavatnsskarði, frá Einarstöðum í Reykjadal að Fosshóli, frá Stóru Tjörnum og Fellsenda að Fosshóli  

19. febrúar 2015

Sex sóttu um stöðu skólastjóra við Þingeyjarskóla  og eru umsækjendur eftirfarandi:

 

Aðalsteinn Már Þorsteinsson

Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir

Haraldur Sverrisson

Hlín Bolladóttir

Jóhann Rúnar Pálsson

Valgeir Jens Guðmundsson

 

Þingeyjarskóli hefur til skamms tíma verið rekinn á tveimur stöðum, á Laugum og Hafralæk en verður á næsta skólaári rekinn á einum stað, Hafralæk. Nýr skólastjóri um leiða uppbyggingu öflugs skólastarfs í samreknum grunn- leik og tónlistarskóla. 

 

Sveitarstjóri

 

18. febrúar 2015

Miðvikudaginn 25. febrúar nk. er foreldrum barna í Stórutjarnaskólaog öðrum íbúum í Þingeyjarsveit boðið að koma og fræðast um umhverfis – og lýðheilsumál og vinnu nemenda þar að lútandi í skólanum.   Þingið hefst kl 13:10 og stendur til u.þ.b. 15:20.  

Aðalfyrirlesari verður Jónas Helgason, fyrrum menntaskólakennari, sem ræðir um eldgos og áhrif þeirra á umhverfi, loftslag og lífríki.  Þá munu nemendur m.a. kynna niðurstöður úr lýðheilsurannsókn sem lögð var fyrir nemendur, foreldra og starfsfólk Stórutjarnaskóla á síðasta ári.  Loks mun fulltrúi Þingeyjarsveitar kynna nýlegar niðurstöður starfshóps um skipan sorphirðumála í sveitarfélaginu.

Allir eru velkomnir og gott væri að sem flestir sæju sér fært að mæta til að hlýða á athyglisverðar upplýsingar um  mikilvæg málefni sem eiga erindi til okkar allra.

 

Með góðri kveðju,

Umhverfisnefnd Stórutjarnaskóla