S
M
Þ
M
F
F
L
30
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
Fyrri mánuður
desember 2014
Næsti mánuður
Kortasjá Þingeyjarsveitar
Myndavefur Þingeyjarsveitar

17. desember 2014

Aukafundur verður haldinn í sveitarstjórn Þingeyjarsveitar í Kjarna fimmtudaginn 18. desember kl.13:00.

 

Dagskrá:

1. Fundargerð Fræðslunefndar frá 11.12.2014

2. Samþykkt fundar skólaráðs Þingeyjarskóla frá 11.12.2014

3. Tillaga um framtíðarskipulag Þingeyjarskóla tekin til afgreiðslu

4. Skipan í starfshóp um mótvægisaðgerðir vegna breytinga á starfsemi Þingeyjarskóla

5. Viðaukar við fjárhagsáætlun 2014

 

Til kynningar:

a) Fundargerð aðalfundar Greiðarar leiðar ehf

b) Fundargerð hluthafafundar Sorpsamlags Þingeyinga ehf.

 

Sveitarstjóri

 

15. desember 2014

Fundi sveitarstjórnar sem halda átti í dag kl. 15:00, mánudaginn 15. desember, hefur verið frestað vegna veðurs og færðar. Fundurinn verður haldinn á morgun, þriðjudaginn 16. desember kl. 11:00.

 

Sveitarstjóri

11. desember 2014

Fundi sveitarstjórnar sem halda átti í dag, 11. desember kl. 13:00 hefur verið frestað vegna veðurs og færðar. Fundurinn verður haldinn mánudaginn 15. desember kl. 15:00.

 

Sveitarstjóri.

9. desember 2014

Fundarboð

160. fundur verður haldinn

í Kjarna fimmtudaginn 11. desember kl. 13:00

 

 

Dagskrá:

 

1.      Fjárhagsáætlun fyrir árið 2015 og árin 2016-2018 – seinni umræða

2.      Greið leið ehf. – árleg hlutafjáraukning

3.      Fulltrúaráð Eyþings – skipun varafulltrúa  

4.      Snorraverkefnið 2015 – styrkbeiðni

 

 

Til kynningar:

 

a)      Fundargerð 822. fundar stjórnar Samtaka íslenskra sveitarfélaga

b)      Stefnumörkun Sambands íslenskra sveitarfélaga 2014-2018  

c)      Fundargerðir 17. og 18. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga

d)      Fundargerðir Héraðsnefndar Þingeyinga frá 5.05., 27.08. og 20.11. 2014 ásamt rekstraráætlun 2015

e)      Fundargerð 3. fundar stjórnar DA

 

 

Sveitarstjóri

 

4. desember 2014

Ágæti íbúi í Þingeyjarsveit.

Nú hefur meirihluti sveitarstjórnar lagt fram tillögu þess efnis að allt skólahald Þingeyjarskóla utan leikskólans Krílabæjar verði flutt í húsnæði Hafralækjarskóla frá og með næsta skólaári.

Skólamál sveitarfélagsin hafa verið deiluefni síðan Þingeyjarsveit varð til. Það er mikið búið að karpa, rökræða, skrifa skýrslur, halda rýni,- íbúa,- og starfsmannafundi.  Margar hugmyndir og skoðanir hafa komið fram.   Ekki hefur verið eining um það hve margir grunnskólarnir ættu að vera í sveitafélaginu né hvar þeir ættu að vera staðsettir.