Áhugaverðir staðir

Þingeyjarsveit er landmesta sveitarfélag landsins og innan þess er að finna margar af helstu náttúruperlum Íslands.

Miklar andstæður einkenna náttúru svæðisins; hverir, votlendi, móar, hraun, eldfjöll, fossar, ár og dalir.

Í Þingeyjarsveit er meðal annars að finna verndarsvæði Mývatns og Laxár, Goðafoss, Aldeyjarfoss, Vaglaskóg, Öskju, Herðubreið, Víti, Hveraröndina, Grenjaðarstað og Laxárdal. Ferðaþjónusta spilar stórt hlutverk í sveitarfélaginu og fjölbreytt þjónusta í gistingu, mat og afþreyingu í boði.

 

Fyrir nánari upplýsingar um áfangastaðinn Þingeyjarsveit bendum við á vef Mývatnsstofu www.visitmyvatn.is

 

Aldeyjarfoss