Fyrsti fundur nýkjörinnar sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar

Frá hægri: Helga Sveinbjörnsdóttir, Árni Pétur Hilmarsson, Margrét Bjarnadóttir, Arnór Benónýsson, H…
Frá hægri: Helga Sveinbjörnsdóttir, Árni Pétur Hilmarsson, Margrét Bjarnadóttir, Arnór Benónýsson, Hanna Jóna Stefánsdóttir, Sigurður Hlynur Snæbjörnsson og Jóna Björg Hlöðversdóttir

Fyrsti fundur nýkjörinnar sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar var haldinn í dag, fimmtudaginn 14. júní.

Arnór Benónýsson var kjörinn oddviti og Margrét Bjarnadóttir var kjörinn varaoddviti.

Samþykkt var að ganga til samninga við núverandi sveitarstjóra, Dagbjörtu Jónsdóttur, um starf sveitarstjóra til næstu fjögurra ára.

Fundargerð frá fyrsta fundi sveitarstjórnar er kominn inn á heimasíðuna.