237. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn

14.06.2018

237. fundur

haldinn í Kjarna fimmtudaginn 14. júní kl. 13:00

Fundarmenn

Arnór Benónýsson, oddviti
Margrét Bjarnadóttir, varaoddviti
Árni Pétur Hilmarsson, aðalmaður
Helga Sveinbjörnsdóttir, aðalmaður
Jóna Björg Hlöðversdóttir, aðalmaður
Sigurður Hlynur Snæbjörnsson, aðalmaður
Hanna Jóna Stefánsdóttir, aðalmaður. 

Starfsmenn

Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri 

Fundargerð ritaði: Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri

Margrét Bjarnadóttir setti fund, sbr. 2. mgr. 12. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 en hún er sá fulltrúi í nýkjörinni sveitarstjórn sem á að baki lengsta setu í sveitarstjórn. Margrét bauð alla velkomna til fyrsta fundar, sérstakleg nýja fulltrúa í nýkjörinni sveitarstjórn.

Dagskrá:

1.  Kosning oddvita og varaoddvita - 1806010

Samkvæmt 13. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 skal sveitarstjórn kjósa oddvita og varaoddvita á fyrsta fundi sínum.

Kosinn oddviti til fjögurra ára, Arnór Benónýsson með sjö atkvæðum. Oddviti tók við fundarstjórn, þakkaði traustið og bauð sveitarstjórnarfulltrúa velkomna til starfa.  Hann bauð sérstaklega velkomna nýja fulltrúa, þær Helgu Sveinbjörnsdóttur, Jónu Björgu Hlöðversdóttur og Hönnu Jónu Stefánsdóttur. Oddviti óskaði eftir góðu og farsælu samstarfi á komandi kjörtímabili. Oddviti, Arnór Benónýsson, gerði að tillögu sinni að Margrét Bjarnadóttir yrði kjörin varaoddviti og óskaði eftir fleiri tilnefningum. Sigurður Hlynur Snæbjörnsson gerði að tillögu sinni að Jóna Björg Hlöðversdóttir yrði kjörin varaoddviti. Skrifleg kosning fór fram og niðurstaðan var þessi: Margrét Bjarnadóttir kjörin varaoddviti til fjögurra ára með fjórum atkvæðum. Jóna Björg hlaut þrjú atkvæði.

 

2. Ráðning sveitarstjóra - 1806019

Tillaga liggur fyrir að ganga til samninga við núverandi sveitarstjóra.

Samþykkt samhljóða að fela oddvita og varaoddvita að ganga til samninga við núverandi sveitarstjóra, Dagbjörtu Jónsdóttur.

 

3. Nefndakjör - 1806011

Sveitarstjórn er sammála um að eftirtaldir einstaklingar skipi fastanefndir, aðrar nefndir og ráð á vegum sveitarfélagsins, kjörtímabilið 2018-2022:

Fræðslunefnd
Margrét Bjarnadóttir, Dæli, formaður, A lista
Böðvar Baldursson, Heiðargarði, A lista
Hanna Sigrún Helgadóttir, Dvergasteini, A lista
Sigurbjörn Árni Arngrímsson, Holti, Ð lista
Hanna Jóna Stefánsdóttir, Hálsi, Ð lista

Varamenn
Heiða Guðmundsdóttir, Fagranesi, A lista
Vagn Sigtryggsson, Hriflu, A lista
Hallgrímur Óli Guðmundsson, Grímshúsum, A lista
Freyþór Hrafn Harðarson, Hömrum, Ð lista
Hjördís Stefánsdóttir, Laugabóli, Ð lista

Félags- og menningarmálanefnd
Hanna Jóna Stefánsdóttir, Hálsi, formaður, Ð lista
Ólína Arnkelsdóttir, Hraunkoti, A lista
Jón Þórólfsson, Lundi, A lista
Katla Valdís Ólafsdóttir, Geirbjarnarstöðum, A lista
Eyþór Kári Ingólfsson, Úlfsbæ, Ð lista

Varamenn
Árni Pétur Hilmarsson, Nesi, A lista
Ingibjörg Stefánsdóttir, Grímshúsum, A lista
Jónas Þórólfsson, Syðri- Leikskálará, A lista
Jóhanna Sif Sigþórsdóttir, Hólavegi 7, Ð lista
Járnbrá Jónsdóttir, Selási, Ð lista

Atvinnumálanefnd
Árni Pétur Hilmarsson, Nesi, formaður, A lista
Friðrika Sigurgeirsdóttir, Bjarnastöðum, A lista
Einar Örn Kristjánsson, Breiðamýri 2, A lista
Freydís Ingvarsdóttir, Miðhvammi, Ð lista
Friðgeir Sigtryggsson, Breiðamýri 1, Ð lista 

Varamenn
Pétur Bergmann Árnason, Fagranesi, A lista
Svanhildur Kristjánsdóttir, Granastöðum, A lista
Helga Sveinbjörnsdóttir, Nípá 1, A lista
Kristjana Eysteinsdóttir, Brúum, Ð lista
Þóra Magnea Hlöðversdóttir, Björgum, Ð lista 

Skipulags- og umhverfisnefnd
Helga Sveinbjörnsdóttir, Nípá, formaður, A lista
Ásvaldur Ævar Þormóðsson, Stóru-Tjörnum, A lista
Sæþór Gunnsteinsson, Presthvammi, A lista
Jóna Björg Hlöðversdóttir, Björgum, Ð lista
Sigurður Hlynur Snæbjörnsson, Öndólfsstöðum, Ð lista

Varamenn
Nanna Þórhallsdóttir, Brekkutúni, A lista
Einar Örn Kristjánsson, Breiðamýri 2, A lista
Margrét Bjarnadóttir, Dæli, A lista
Sigurlína Tryggvadóttir, Svartárkoti, Ð lista
Gunnar Ingi Jónsson, Langholti, Ð lista 

Brunavarnarnefnd
Arnór Benónýsson, Hellu, formaður, A lista
Dagbjört Jónsdóttir, Hólavegi 4, sveitarstjóri

Varamenn
Sigurður Hlynur Snæbjörnsson, Öndólfsstöðum, Ð lista, varamaður Arnórs
Gísli Sigurðsson, Brekkutúni, skrifstofustjóri, varamaður sveitarstjóra

Kjörstjórn
Bjarni Höskuldsson, Aðalbóli, formaður
Dagný Pétursdóttir, Öxará
Gísli Sigurðsson, Brekkukot

Varamenn
Ragnheiður Árnadóttir, Gerði
Steinn Jóhann Jónsson, Lyngholti
Linda Hrönn Arnþórsdóttir, Heiðargarði

Fulltrúaráð Héraðsnefndar Þingeyinga
Arnór Benónýsson, Margrét Bjarnadóttir og Jóna Björg Hlöðversdóttir.

Varamenn: Helga Sveinbjörnsdóttir, Árni Pétur Hilmarsson og Sigurður Hlynur Snæbjörnsson.

Aðalfundur Eyþings
Arnór Benónýsson, Helga Sveinbjörnsdóttir og Jóna Björg Hlöðversdóttir.

Varamenn: Margrét Bjarnadóttir, Árni Pétur Hilmarsson og Sigurður Hlynur Snæbjörnsson.

Fulltrúaráð Eyþings
Arnór Benónýsson og Helga Sveinbjörnsdóttir.

Samstarfsnefnd Þingeyjarsveitar og Landsvirkjunar
Arnór Benónýsson og Árni Pétur Hilmarsson. Margrét Bjarnadóttir varamaður.

Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga
Arnór Benónýsson og Margrét Bjarnadóttir varamaður.

Dvalarheimili aldraðra sf.
Arnór Benónýsson og Dagbjört Jónsdóttir varamaður.

Fjallskilastjórar
Böðvar Baldursson Heiðargarði, Aðaldæladeild
Ingvar Kristjánsson Böðvarsnesi, Fnjóskdæladeild
Magnús Skarphéðinsson Svartárkoti, Austur- Bárðdæladeild
Vagn Sigtryggsson Hriflu, Vestur-Bárðdæladeild 
Ólafur Ingólfsson Hlíð, Kinnardeild
Sigurður Atlason Ingjaldsstöðum, Reykdæladeild

Samþykkt samhljóða.

 

4. Ákvörðun um fundatíma sveitarstjórnarfunda - 1806012

Samkvæmt 14. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 skal sveitarstjórn halda reglulega fundi á þeim stað og tíma sem ákveðið er fyrir fram eða mælt er fyrir um í samþykkt um stjórn sveitarfélagsins. Tillaga liggur fyrir um fundarstað og fundatíma sveitarstjórnarfunda með fyrirvara um breytingar:

Sveitarstjórnarfundir verða haldnir á skrifstofu sveitarfélagsins í Kjarna á fimmtudögum aðra hvora viku að jafnaði og hefjast kl. 13:00.

Síðasti fundur sveitarstjórnar fyrir sumarfrí 2018 verður þó miðvikudaginn 27. júní.

Fundir eftir sumarfrí 2018:

 • 16. ágúst
 • 31. ágúst
 • 13. september
 • 27. september
 • 11. október
 • 25. október
 • 8. nóvember
 • 22. nóvember – fyrri umræða fjárhagsáætlunar
 • 6. desember – seinni umræða fjárhagsáætlunar

Fundir á árinu 2019:

 • 10. janúar
 • 24. janúar
 • 7. febrúar
 • 21. febrúar
 • 7. mars
 • 21. mars
 • 11. apríl – fyrri umræða ársreiknings
 • 2. maí – seinni umræða ársreiknings
 • 16. maí 
 • 31. maí
 • 13. júní
 • 27. júní

Fyrsti fundur eftir sumarfrí 2019 verður 15. ágúst.

Samþykkt samhljóða.

 

5. Greiðslur fyrir setu í nefndum og sveitarstjórn - 1806013

Samkvæmt 32. og 51. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 er sveitarstjórn skylt að ákveða hæfilega þóknun fyrir störf fulltrúa í sveitarstjórn og nefndum, ráðum og stjórnum á vegum sveitarfélagsins.

Tillaga liggur fyrir um greiðslur fyrir setu í nefndum og sveitarstjórn:

Laun skulu vera áfram hlutfall af þingfararkaupi, eins og það er hverju sinni, nú kr. 1.101.194.

Lækkun hlutfalls af þingfararkaupi sem sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum 12. janúar 2017 skal haldast óbreytt til næstu áramóta. Það hlutfall er nú:  

 • 2,0%   Sveitarstjórnar- og nefndarmenn
 • 3,0%   Oddviti og formenn nefnda
 • 3,5%   Varamenn í sveitarstjórn
 • 8,0%   Föst mánaðarlaun sveitarstjórnarfulltrúa
 • 12,0% Föst mánaðarlaun oddvita

1. janúar 2019 fellur fyrrgreind lækkun niður og verða laun eftirfarandi hlutfall af þingfararkaupi, eins og ákveðið var í upphafi kjörtímabils 2014-2018:

 • 2,5%   Sveitarstjórnar- og nefndarmenn
 • 3,5%   Oddviti og formenn nefnda
 • 4,0 %  Varamenn í sveitarstjórn
 • 10,0% Föst mánaðarlaun sveitarstjórnarfulltrúa
 • 15,0% Föst mánaðarlaun oddvita

Samþykkt samhljóða.

 

6. Umhverfisstefna Þingeyjarsveitar -1806015

Fulltrúar A lista og Ð lista eru sammála um að skipa starfshóp þriggja einstaklinga til að vinna tillögu að umhverfisstefnu fyrir sveitarfélagið. Starfshópurinn taki til starfa í ársbyrjun 2019 og gert verði ráð fyrir kostnaði við starf hans í fjárhagsáætlun þess árs.

Sveitarstjórn samþykkir að vísa málinu til Skipulags- og umhverfisnefndar sem setji starfshópnum erindisbréf og ákveði starfsramma hans frekar.  

 

7. Öldungaráð Þingeyjarsveitar- 1806016 

Sveitarstjórn er sammála um að koma á öldungaráði Þingeyjarsveitar og felur Félags- og menningarmálanefnd að setja ráðinu erindisbréf. Eins er sveitarstjórn sammála um að endurvekja Ungmennaráð Þingeyjarsveitar og felur Félags- og menningarmálanefnd að gera tillögu að skipan þess.

Samþykkt samhljóða.

 

8. Stekkur veitingaskáli: Umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi - 1806014

Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 28.05.2018 þar sem Sigríður Þórólfsdóttir, forsvarsmaður Lundsgolf ehf., sækir um rekstrarleyfi, flokkur II– Umfangslitlir áfengisveitingastaðir, í Stekk veitingaskála í Fnjóskadal.  

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við veitt rekstrarleyfi með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist frá skipulags- og byggingarfulltrúa og heilbrigðis- og eldvarnareftirlitinu, sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007.

 

9. Félagsþjónusta: Þjónustusamningur við Norðurþing - 1806017

Lögð fram drög að nýjum samningi milli sveitarfélaganna, Þingeyjarsveitar, Skútustaðahrepps Norðurþings, Langanesbyggðar, Svalbarðshrepps og Tjörneshrepps um sameiginlegt þjónustusvæði um almenna og sértæka félagsþjónustu. Norðurþing er leiðandi sveitarfélag á þjónustusvæðinu og veitir íbúum, sem eiga lögheimili í aðildarsveitarfélögunum, þjónustu á grundvelli laga um félagsþjónustu nr. 40/1991 með síðari breytingum, laga um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992 (Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir frá 1. október 2018) og barnaverndarlaga nr. 80/2002.

Sveitarstjórn vísar samningnum til síðari umræðu í sveitarstjórn, sbr. 1. mgr. 18. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

 

10. Þingeyjarskóli: Kostnaðaráætlun vegna framkvæmda við eldhús - 1806018

Fyrir fundinum liggur kostnaðaráætlun vegna framkvæmda við eldhús Þingeyjarskóla. Heildarkostnaður við alla verkþætti er að upphæð 11,4 millj.kr. Samkvæmt fjárhagsáætlun 2018 eru 7 m.kr. áætlaðar í viðhaldsframkvæmdir við Þingeyjarskóla.

Sveitarstjórn samþykkir 4,4 m.kr. viðbótarfjármagn til viðhaldsframkvæmda við Þingeyjarskóla og samþykkir þá upphæð sem viðauka við fjárhagsáætlun 2018 sem mætt verður með handbæru fé.

 

11. Aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands - 1805023

Bréf frá afmælisnefnd aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands dags. maí 2018 lagt fram til kynningar.

 

12. Samband íslenskra sveitarfélaga: Fundargerð 860. fundar - 1804006

Fundargerð 860. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 18.05.2018 lögð fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:20