Frá Gámaþjónustu Norðurlands

Kæru íbúar Þingeyjarsveitar.

Nú styttist í að sorptunnum verði dreift á öll heimili í sveitarfélaginu. Við byrjum dreifingu laugardaginn 27.08. Búast má við að dreifing taki allt að  hálfan mánuð. Hvert heimili sem greiðir sorphirðugjald fær 3 tunnur. 1 með bláu loki undir pappírsefni. 1 tunna með grænu loki undir plast umbúðir og málma og sú 3 undir sorp til urðunar.

Nánari upplýsingar um flokkun er að finna í bæklingi sem dreift var í vetur og á heimasíðu sveitarfélagsinswww.thingeyjarsveit.is   og  heimasíðu Gámaþjónustu Norðurlands www.gþn.is . Mikilvægt er að finna ílátum góðan stað með tilliti til fokhættu og aðgengis. Okkar starfsmenn munu reyna að hitta á heimilisfólk þegar dreift er og svara spurningum sem mögulega vakna.  

Eins er gott að senda fyrirspurnir og óskir um t.d stærri ílát á nordurland@gamar.is  .  Síminn hjá okkur er 4140200 og við reynum að greiða skjótt úr málum sem koma upp.  Fyrsta hreinsun er ráðgerð í viku 38 þann 20 og 21 september  þá á sorpi til urðunar í annað hólf bílsins  og pappírsefnum í hitt. Munaðarlausir gámar í sveitinni verða fjarlægðir uppúr því. Sorphirðudagatal verður svo útbúið að fyrstu hreinsun  lokinni.

Kær kveðja
Gámaþjónusta Norðurlands