Fara í efni

Umhverfisnefnd

32. fundur 15. janúar 2026 kl. 15:00 - 16:30 í Þingey
Nefndarmenn
  • Árni Pétur Hilmarsson
  • Sigrún Jónsdóttir
  • Guðrún Sigríður Tryggvadóttir
  • Jóhanna Björg Jóhannsdóttir
  • Elísabet Sigurðardóttir
Starfsmenn
  • Rögnvaldur Harðarson
  • Daði Lange Friðriksson
Fundargerð ritaði: Daði Lange Friðriksson
Dagskrá

1.Úrvinnslusjóður - skilagrein - umbúðir - söfnun

Málsnúmer 2502011Vakta málsnúmer

Umhverfisfulltrúi fer yfir vinnu úrvinnslusjóðs fyrir sveitarfélagið 2025.
Nefndin þakkar kynninguna

2.Stekkjarvík - urðun og meðhöndlun úrgangs 2025

Málsnúmer 2504008Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfisnefnd liggur skýrsla frá Norðurá um samantekt úrgangsmagns í Stekkjavík 2025 og er hún lögð fram til kynningar.
Nefndin þakkar kynninguna en þykir miður að Þingeyjarsveit sé ekki aðgreind sérstaklega eins og önnur sveitarfélög.

3.Sorphirða 2025 - útboð

Málsnúmer 2505040Vakta málsnúmer

Staða sorphirðuútboðs 2025 lögð fram.
Nefndin þakkar kynninguna en lýsir yfir vonbrigðum sínum með hversu hægt hefur gengið að útboðsgögn verði klár.

4.Lífrænn úrgangur - kynningarátak

Málsnúmer 2509058Vakta málsnúmer

Lagt fram kennslumyndband til kynningar frá Rakel Hinriksdóttur um moltugerðarvélar sem fyrirhugað er að taka í notkun í Þingeyjarsveit.
Nefndin þakkar fyrir kynninguna. Nefndin leggur áherslu á að vanda þarf kynningarefni til íbúa þannig að það sé bæði skýrt og leiðbeinandi. Kynningarefni þarf að vera á heimasíðu sveitarfélagsins, samfélagsmiðlum og í bréfpósti til íbúa.

5.Moltugerðarvélar - verðfyrirspurn

Málsnúmer 2505077Vakta málsnúmer

Moltugerðarvélar sem fyrirhugað er að koma í notkun í sveitarfélaginu eru komnar til landsins en eftir á að koma þeim til Þingeyjarsveitar. Rögnvaldur lagði fram verðkönnun í flutning norður.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að útdeiling vélanna hefjist sem fyrst. Einnig samþykkir nefndin að lægsta tilboði sem barst í flutning véla verði tekið.

6.Kollóttaalda á Hólasandi - úrbætur vegna urðunarstaðar

Málsnúmer 2504040Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfisnefnd liggur bréf og eftirlitsskýrsla frá Umhverfis- og orkustofnun vegna reglubundins eftirlits urðunarstaðar við Kollóttaröldu á Hólasandi sem fram fór 19. september s.l.
Nefndin þakkar kynninguna og fagnar því að þessu máli sé lokið.

Fundi slitið - kl. 16:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?