Umhverfisnefnd
Dagskrá
1.Umhverfis- og orkustofnun - viðbót við skráningu úrgangsflokks ristarúrgangs og seyru
Málsnúmer 2506052Vakta málsnúmer
Fyrir umhverfisnefnd liggur tilkynning frá Umhverfis- og orkustofnun er varðar breytingu á skráningu úrgangsflokks 11.4 Ristarúrgangur og seyra, liður 51.
Nefndin þakkar kynninguna.
2.Svæðisráð norðursvæðis - austurafrétt Bárðdæla - vinnslutillaga gildandi stjórnunar- og verndaráætlunar
Málsnúmer 2506071Vakta málsnúmer
Fyrir umhverfisnefnd liggur vinnslutillaga svæðisráðs norðursvæðis að breytingum fyrir stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs er varðar austurafrétt Bárðdæla.
Nefndin þakkar þjóðgarðinum fyrir góða vinnu og vandað samráð við hagaðila. Nefndin gerir ekki athugasemdir við vinnslutillöguna að svo stöddu.
3.Úrvinnslusjóður - skilagrein - umbúðir - söfnun
Málsnúmer 2502011Vakta málsnúmer
Fyrir umhverfisnefnd liggur skilagrein um mánaðarlegar greiðslur Úrvinnslusjóðs til sveitarfélagsins fyrir sérstaka söfnun á umbúðum í júlí 2025.
Nefndin þakkar kynninguna og fagnar því að sjá hversu vel plast og pappi skilar sér í flokkun.
4.Þingeyjarsveit - stöðugreining og aðgerðaráætlun
Málsnúmer 2509048Vakta málsnúmer
Fyrir umhverfisnefnd liggur til umsagnar drög að stöðugreiningu og aðgerðaráætlun fyrir Þingeyjarsveit sem Markaðsstofa Norðurlands og Mývatnsstofa hafa unnið fyrir sveitarfélagið.
Nefndin þakkar Markaðsstofu Norðurlands og Mývatnsstofu fyrir vel unnið verk og gerir ekki athugasemd við drögin. Ljóst er að með auknum ágangi ferðamanna verður þörfin fyrir frekari stýringu nauðsynleg við viðkvæma staði. Uppbygging innviða verður að vera í takti við fjölda ferðamanna. Greining þarf að fara fram á þolmörkum staða og samfélagsins.
5.Lífrænn úrgangur - kynningarátak
Málsnúmer 2509058Vakta málsnúmer
Sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs fór yfir málið.
Sviðsstjóri fór yfir undirbúning að kynningarátaki fyrir breytingu á úrgangshirðu.
6.Moltugerðarvélar - verðfyrirspurn
Málsnúmer 2505077Vakta málsnúmer
Formaður nefndarinnar og sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs fóru yfir málið.
Umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að keyptar verði 200 vélar í samræmi við tilboð frá Heimilstækjum. Nefndin leggur til að sveitarfélagið kosti vélarnar en innheimti helming af andvirði þeirra frá þátttakendum.
7.Sorphirða 2025 - útboð
Málsnúmer 2505040Vakta málsnúmer
Sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs fór yfir stöðu útboðs í úrgangsmálum.
Nefndin þakkar yfirferðina og lýsir yfir ánægju sinni yfir því að útboðsgögn eru að verða klár.
Fundi slitið - kl. 16:30.