Þingeyjarsveit - stöðugreining og aðgerðaráætlun
Málsnúmer 2509048
Vakta málsnúmerAtvinnu- og nýsköpunarnefnd Þingeyjarsveit - 22. fundur - 15.09.2025
Fyrir atvinnu- og nýsköpunarnefnd liggur til umsagnar drög að stöðugreiningu og aðgerðaráætlun fyrir Þingeyjarsveit sem Markaðsstofa Norðurlands og Mývatnsstofa hafa unnið fyrir sveitarfélagið.
Nefndin gerir ekki athugasemd við drögin og þakkar Markaðsstofu Norðurlands og Mývatnsstofu fyrir vel unnið verk.
Umhverfisnefnd - 28. fundur - 17.09.2025
Fyrir umhverfisnefnd liggur til umsagnar drög að stöðugreiningu og aðgerðaráætlun fyrir Þingeyjarsveit sem Markaðsstofa Norðurlands og Mývatnsstofa hafa unnið fyrir sveitarfélagið.
Nefndin þakkar Markaðsstofu Norðurlands og Mývatnsstofu fyrir vel unnið verk og gerir ekki athugasemd við drögin. Ljóst er að með auknum ágangi ferðamanna verður þörfin fyrir frekari stýringu nauðsynleg við viðkvæma staði. Uppbygging innviða verður að vera í takti við fjölda ferðamanna. Greining þarf að fara fram á þolmörkum staða og samfélagsins.