Atvinnu- og nýsköpunarnefnd Þingeyjarsveit
Dagskrá
1.Fjallskilanefnd Fnjóskdæla Lokastaðadeild - styrkumsókn
Málsnúmer 2506067Vakta málsnúmer
Nefndin tekur jákvætt í erindið þar sem sveitarfélagið er stór landeigandi á svæðinu og leggur til við sveitarstjórn að verða við erindinu. Nefndin leggur áherslu á að viðhaldi verði sinnt og gerð verði viðhaldsáætlun fyrir girðinguna. Nefndin felur sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að eiga samtal við fjallskilanefnd um framgang verkefnisins.
2.Þingeyjarsveit - stöðugreining og aðgerðaráætlun
Málsnúmer 2509048Vakta málsnúmer
Fyrir atvinnu- og nýsköpunarnefnd liggur til umsagnar drög að stöðugreiningu og aðgerðaráætlun fyrir Þingeyjarsveit sem Markaðsstofa Norðurlands og Mývatnsstofa hafa unnið fyrir sveitarfélagið.
Nefndin gerir ekki athugasemd við drögin og þakkar Markaðsstofu Norðurlands og Mývatnsstofu fyrir vel unnið verk.
3.Áfangastaðaáætlun Norðurlands Uppfærsla verkefna
Málsnúmer 2509050Vakta málsnúmer
Markaðsstofa Norðurlands óskar eftir uppfærslu verkefna á áfangastaðaáætlun.
Nefndin felur sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að uppfæra áfangastaðaáætlunina miðað við umræður á fundinum. Þá felur nefndin sviðsstjóra að auglýsa eftir verkefnum sem gætu átt heima í áfangastaðaáætlun.
4.Umsóknir í framkvæmdasjóð ferðamannastaða
Málsnúmer 2410009Vakta málsnúmer
Nefndin fór yfir fyrirkomulag umsókna í framkvæmdasjóð ferðamanna.
Nefndin felur sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að horfa til þeirra verkefna sem eru á áfangastaðaáætlun auk þeirra verkefna sem nefndar eru í drögum að stöðugreiningu og aðgerðaráætlun Markaðsstofu Norðurlands og Mývatnsstofu og leggja fyrir nefndina á næsta fundi.
Fundi slitið - kl. 12:00.