Fara í efni

Skipulagsnefnd

39. fundur 20. ágúst 2025 kl. 09:00 - 12:15 í Þingey
Nefndarmenn
  • Knútur Emil Jónasson
  • Nanna Þórhallsdóttir
  • Haraldur Bóasson
  • Sigurður Guðni Böðvarsson
  • Jóna Björg Hlöðversdóttir
Starfsmenn
  • Rögnvaldur Harðarson
  • Anna Bragadóttir
Fundargerð ritaði: Rögnvaldur Harðarson
Dagskrá

1.Lautavegur 14 Umsókn um lóð

Málsnúmer 2407015Vakta málsnúmer

Ólafur Sólimann fyrir hönd Úr Héraði ehf sækir um lóðir við Lautaveg 14 á Laugum. Reglur um úthlutun lóða í Þingeyjarsveit voru samþykktar á 52. fundi sveitarstjórnar þann 28. nóvember 2024.
Byggingarfulltrúi hafði samband við umsækjanda samkv bókun 37. fundar skipulagsnefndar. Umsækjandi hefur fallið frá umsókn.

2.Lautavegur 12 og 14 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2406031Vakta málsnúmer

Baldvin Áslaugsson fyrir hönd Trésmiðjunnar Sólbakka ehf. sækir um lóðir við Lautaveg 12 og 14 á Laugum. Skipulagsnefnd tók málið fyrir 19. júní 2024 og frestaði málinu þar sem orðalag í auglýsingu um úthlutun lóða var ábótavant. Reglur um úthlutun lóða í Þingeyjarsveit voru samþykktar á 52. fundi sveitarstjórnar þann 28. nóvember 2024.
Byggingarfulltrúi hafði samband við umsækjanda samkv bókun 37. fundar skipulagsnefndar. Umsækjandi hefur fallið frá umsókn.

3.Fjallaborg - gangna- og vélsleðahús - athugasemd við aðalskipulag

Málsnúmer 2508013Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd hefur borist erindi frá Guðmundi Salómonssyni fyrir hönd eigenda Fjallaborgar á Mývatnsöræfum þar sem gerð er athugasemd við aðalskipulag Þingeyjarsveitar.
Skipulagsnefnd beinir því til málsaðila að koma athugasemdum á framfæri í auglýsingaferli aðalskipulagstillögu sem fer í auglýsingu í haust.
Skipulagsnefnd vísar öðrum liðum erindisins til sveitarstjórnar.

4.Fagraneskot - stofnun lóðar merkjalýsing

Málsnúmer 2508020Vakta málsnúmer

Guðmundur Ágúst Jónsson óskar eftir að stofnuð verði lóð utanum íbúðarhús í landi Fagraneskots. Með málinu fylgir merkjalýsing með staðfestum hnitum.
Skipulagsnefnd samþykkir stofnun lóðarinnar og felur byggingarfulltrúa að annast málsmeðferð vegna hennar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

5.Stekkjarhóll - Merkjalýsing

Málsnúmer 2508019Vakta málsnúmer

Valgeir Jónasson óskar eftir staðfestingu stærðar landeignar Stekkjarhóls L220283. Með málinu fylgir merkjalýsing með staðfestum hnitum.
Skipulagsnefnd gerir athugasemd við merkjalýsingu og felur byggingarfulltrúa að afla frekari gagna og ljúka málsmeðferð eins og lög og reglugerðir gera ráð fyrir þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

6.Reynihlíð- Merkjalýsing

Málsnúmer 2508021Vakta málsnúmer

Pétur Snæbjörnsson fyrir hönd Reynihlíðar ehf óskar eftir að stofna tvær lóðir úr landi Reynihlíðar L153596.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við merkjalýsingu og felur byggingarfulltrúa að ljúka málsmeðferð eins og lög og reglugerðir gera ráð fyrir, þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
Skipulagsnefnd vekur athygli á að lóðirnar eru að mestum hluta innan verndarsvæðis Mývatns og Laxár og framtíðaráform því háð þeim skilyrðum sem því fylgja.

7.Vaglir - fræhús - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2506040Vakta málsnúmer

Rúnar Ísleifsson fyrir hönd Land og skóga ehf sækir um byggingarleyfi fyrir hús að stærð 1.636 m2 í landi Vagla í Fnjóskadal. Í aðalskipulagi er svæðið skilgreint sem opið svæði til sérstakra nota en ekkert deiliskipulag er til.

Erindið var grenndarkynnt landeigendum og Minjastofnun Íslands. Umsögn frá Minjastofnun barst og ekki eru gerðar athugasemdir við fyrirhugaða framkvæmd.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við staðsetningu og umfang húss en gögnum er ábótavant. Umsagnir við grenndarkynningu voru jákvæðar. Skipulagsnefnd heimilar byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar tilskilin gögn hafa borist.

8.Vogar 1 - veglagning að íbúðarsvæði - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2508025Vakta málsnúmer

Ólöf Hallgrímsdóttir fyrir hönd Vogabús ehf sækir um framkvæmdaleyfi til vegagerðar að íbúðarsvæði. Lagning vegar frá Mývatnssveitarvegi 848 að nýju íbúðasvæði í landi Voga 1. Vegurinn mun einnig þjóna Kambi og tveimur sumarhúsum í landi Bjarkar sem þegar hafa verið byggð. Vegurinn verður gerður skv. gildandi deiliskipulagi.
Fyrir liggur kæra á ákvörðun sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar frá 27.mars 2025 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Voga 1 sem þessi umsókn um framkvæmdaleyfi byggir á.
Skipulagsnefnd samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis þegar tilskilin gögn hafa borist og að fengnum úrskurði Úrskurðarnefndar Umhverfis og auðlindamála um gildi deiliskipulagsins.








Fundi slitið - kl. 12:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?