Fara í efni

Vaglir, fræhús - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2506040

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 37. fundur - 18.06.2025

Sótt er um byggingarleyfi fyrir hús að stærð [m2] í landi Vagla í Fnjóskadal. Í aðalskipulagi er svæðið skilgreint sem opið svæði til sérstakra nota en ekkert deiliskipulag er til.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að kalla eftir frekari gögnum varðandi form og staðsetningu. Nefndin samþykkir að grenndarkynna áformin landeigendum samkvæmt 2 mgr. 44. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. þegar gögn hafa borist. Einnig skal óska eftir umsögn Minjastofnunar.

Skipulagsnefnd - 39. fundur - 20.08.2025

Rúnar Ísleifsson fyrir hönd Land og skóga ehf sækir um byggingarleyfi fyrir hús að stærð 1.636 m2 í landi Vagla í Fnjóskadal. Í aðalskipulagi er svæðið skilgreint sem opið svæði til sérstakra nota en ekkert deiliskipulag er til.

Erindið var grenndarkynnt landeigendum og Minjastofnun Íslands. Umsögn frá Minjastofnun barst og ekki eru gerðar athugasemdir við fyrirhugaða framkvæmd.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við staðsetningu og umfang húss en gögnum er ábótavant. Umsagnir við grenndarkynningu voru jákvæðar. Skipulagsnefnd heimilar byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar tilskilin gögn hafa borist.
Getum við bætt efni þessarar síðu?