Vogar 1 - veglagning að íbúðarsvæði - umsókn um framkvæmdaleyfi
Málsnúmer 2508025
Vakta málsnúmerSkipulagsnefnd - 39. fundur - 20.08.2025
Ólöf Hallgrímsdóttir fyrir hönd Vogabús ehf sækir um framkvæmdaleyfi til vegagerðar að íbúðarsvæði. Lagning vegar frá Mývatnssveitarvegi 848 að nýju íbúðasvæði í landi Voga 1. Vegurinn mun einnig þjóna Kambi og tveimur sumarhúsum í landi Bjarkar sem þegar hafa verið byggð. Vegurinn verður gerður skv. gildandi deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis þegar tilskilin gögn hafa borist og að fengnum úrskurði Úrskurðarnefndar Umhverfis og auðlindamála um gildi deiliskipulagsins.