Kynning skipulags- og matslýsingar vegna vinnu við gerð deiliskipulags Hóla og Lauta, Laugum.

Fimmtudaginn 1. september verður haldinn kynningarfundur að Breiðumýri frá kl 15 – 16 vegna skipulagsgerðar í þéttbýlinu Laugum. Hægt verður að koma og kynna sér fyrirhugaða vinnu, ræða um áformin og koma með tillögur.

Allir sem áhuga hafa á vinnunni eru hvattir til að koma og fá sér kaffi og eiga spjall um núverandi stöðu og framtíðarsýn svæðisins.

Í skipulags- og matslýsingu er farið yfir forsendur vinnunnar sem framundan er. Skipulags- og matslýsinguna má nálgast hér.

Umsögnum, athugasemdum og áformum skal skila á netfangið atli@thingeyjarsveit.is í síðasta lagi 16. september.

Atli Steinn Sveinbjörnsson, skipulagsfulltrúi