Vistheimt í verki - Tilnefning til íslensku menntaverðlaunanna

Nemendur og starfsfólk Stórutjarnaskóla hafa á fimmta ár tekið þátt  í vistheimtarverkefni Landverndar, en það er þróunarverkefni þar sem unnið er með nokkrum Grænfánaskólum á landinu, Landgræðslunni og Landgræðsluskóla Sameinuðu þjóðanna.   Á Kennaradeginum 5. október tilnefndi Mennta- og menningarmálaráðherra tilnefningarnar til íslensku menntaverðlaunanna í flokki framúrskarandi þróunarverkefna.  Verkefni Stórutjarnaskóla og hinna skólanna, Vistheimt með skólum, fékk tilnefningu ásamt fimm öðrum verkefnum. 

Sjá nánari umfjöllun um verkefnið hér á heimasíðu Stórutjarnaskóla