Vinnuskólinn að störfum

Vinnuskóli Þingeyjarsveitar hófst á þriðjudaginn var og eru sjö nemendur skráðir í skólann í sumar. Á meðfylgjandi mynd má sjá nemendur fyrir utan Kjarna við störf, að slá gras og reita illgresi undir leiðsögn Ragnars flokksstjóra.