Vinnuskóli Þingeyjarsveitar 2019

Ragnar Yngvi Marinósson hefur verið ráðinn flokkstjóri við vinnuskólann í sumar. Ragnar er 21 árs gamall, kemur frá Varmahlíð í Skagafirði og er nemandi við Framhaldsskólann á Laugum.

Ragnar er boðinn velkominn til starfa hjá Þingeyjarsveit.

Við viljum minna á skráningu í vinnuskólann sem stendur til 31. maí. Hægt er að skrá í síma 464 3322 eða senda tölvupóst á netfangið hermann@thingeyjarsveit.is