Vinnuskóli sumarið 2023

Opnað hefur verið fyrir skráningu í Vinnuskóla Þingeyjarsveitar í sumar. Vinnuskólinn er fyrir 14-16 ára ungmenni fædd árin  2007, 2008 og 2009, þ.e. fyrir 8. til 10. bekk grunnskóla.

Taxti vinnuskólans sumarið 2023:
14 ára (f. 2009)    898 kr/klst.
15 ára (f. 2008)    1.123 kr/klst.
16 ára (f. 2007)    2.495 kr/klst.

Skráning er rafræn og fer fram hér og mikilvægt að fylla út alla reiti í skráningarforminu.

Skráningu líkur þriðjudaginn 18. apríl nk.

Nánari upplýsingar veitir Hermann Pétursson umsjónarmaður í síma: 858 3322, einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið hermann@thingeyjarsveit.is