Vinnuskóla lokið

Síðasti dagur vinnuskóla Þingeyjarsveitar var í dag, fimmtudaginn 3. ágúst. Verkefni vinnuskóla voru af ýmsum toga og flest tengd umhirðu og garðyrkju í öllu sveitarfélaginu. Starfstöð vinnuskólans var á Laugum. Í heildina voru 12 krakkar skráðir í skólann og stóðu sig með stakri prýði.

Með fréttinni fylgir mynd sem tekin er á lokadegi vinnuskóla. Á myndina vantar hinsvegar fjóra krakka sem störfuðu við vinnuskólann í sumar og voru í fríi.