Lausar lóðir í Þingeyjarsveit - 70% afsláttur af gatnagerðargjöldum

Þingeyjarsveit auglýsir lausar lóðir fyrir byggingu íbúðarhúsa við Stórutjarnir og á Laugum. Í Þingeyjarsveit búa um 930 manns og helstu atvinnuvegir eru landbúnaður, ferðaþjónusta og skólastarfsemi. Með tilkomu Vaðlaheiðagangna verður um 30 mín. akstur frá Laugum og 15 mín akstur frá Stórutjörnum til Akureyrar. Ljósleiðari og hitaveita eru til staðar á báðum stöðum. Veittur er 70% afsláttur af gatnagerðargjöldum fyrir auglýstar lóðir til 1. júlí 2018.

Með því að smella á auglýsinguna sem fylgir má sjá hana í stærri upplausn.