Viltu auka nýsköpunarhæfni þína? Ratsjáin

„Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðausturlandi (SSNE) í samvinnu við fleiri, bjóða nú fyrirtækjum á sínu starfssvæði að taka þátt í Ratsjánni.

Ratsjáin er ákveðið verkfæri ætlað stjórnendum í ferðaþjónustu og tengdum greinum sem vilja auka nýsköpunarhæfni sína, hraða mikilvægum breytingaferlum og öðlast aukna yfirsýn og getu til að þróa vörur og þjónustu. Íslenski ferðaklasinn leiðir verkefnið í samstarfi við RATA og tengiliði frá landshlutasamtökum sveitarfélaga á Austurlandi, Norðurlandi eystra, Norðurlandi vestra, Vestfjörðum, Vesturlandi, Reykjanesi og Suðurlandi.

Ratsjáin mun hefjast með formlegum hætti í janúar 2021 og standa yfir í 16 vikur eða til 16.apríl. Einungis eru fá sæti í boði og áhugasamir þurfa að sækja um fyrir 1. desember 2020. Þátttakendur frá öllum landshlutum munu hittast á tveggja vikna fresti á sameiginlegum vinnustofum á netinu þar sem kafað verður í kjarna þeirra verkfæra sem fyrir valinu verða. Á milli sameiginlegu vinnustofanna er haldinn svæðisbundinn heimafundur sem er í umsjón landshlutanna sjálfra. Þar verður farið nánar yfir efnistök frá sameiginlegum fundi og unnið með sérstöðu hvers svæðis fyrir sig á þeirra forsendum.

Kynningarfundur verður fimmtudaginn 26. nóvember klukkan 10:00. Nánari upplýsingar má sjá hér.

Áhugasömum er einnig bent á vefsíðu SSNE, ssne.is og einnig er hægt að hafa samband við Rebekku, Silju eða Elvu verkefnastjóra hjá SSNE.“