Viðvera ráðgjafa í tengslum við Uppbyggingarsjóð

Ráðgjafar SSNE verða á ferð um Norðurland eystra í næstu viku og verða með viðveru á tíu stöðum til að veita ráðgjöf varðandi umsóknarskrif í Uppbyggingarsjóð. Ráðgjafarnir verða með viðveru á skrifstofum Þingeyjarsveitar 27. september næstkomandi.

Reykjahlíð
27. september kl. 09:30-11:00
Skrifstofa Þingeyjarsveitar

Laugar
27. september kl. 12:30-14:00
Skrifstofa Þingeyjarsveitar

Á heimasíðu SSNE má finna heimasvæði Uppbyggingarsjóðs þar sem hugmyndasmiðir og áhugasamir um fjármagn Sóknaráætlunar geta lesið sér til um eðli sjóðsins og hvað þarf að hafa í huga við umsóknarskrif.

Ef þig vantar ráðgjöf er einnig hægt að hafa samband við starfsfólk SSNE: https://www.ssne.is/is/um-ssne/starfsfolk sem allt getur veitt ráðgjöf í tengslum við Uppbyggingarsjóð.