Upphitaðar brautir á Laugavelli

Núna þegar veturinn er farinn að banka upp á með tilheyrandi hálku, myrkri og versnandi færð viljum við vekja athygli á því að tvær brautir á Laugavelli eru upphitaðar og upplýstar og því tilvalinn valkostur fyrir göngutúrinn utandyra til að minnka líkurnar á hálkuslysum.

Íbúar eru hvattir til að nýta sér völlin að vild til útivistar.