Upphaf skólastarfs í Stórutjarnaskóla

Að þessu sinni getur ekki orðið um að ræða hefðbundna skólasetningu í Stórutjarnaskóla. Það stafar eins og öllum er ljóst af varúðarráðstöfunum vegna Covid 19 veirunnar. Einungis nemendur eiga að mæta til skólastarfs þriðjudagsmorguninn 25. ágúst nk. kl 9:30. Þá hefst kennsla samkvæmt stundaskrá. Foreldrum barna, sem ekki hafa áður verið í Stórutjarnaskóla er þó að sjálfsögðu velkomið að koma og fylgja börnum sínum fyrsta spölinn í nýjum skóla. Það á bæði við um leikskóla og grunnskóla.

Með góðri kveðju,

skólastjóri