Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra auglýsir eftir umsóknum

Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra auglýsir eftir umsóknum fyrir árið 2022. Umsóknarfrestur er til kl. 13:00 miðvikudaginn 10. nóvember 2021.

Veittir eru styrkir í eftirfarandi þremur flokkum:

- Verkefnastyrkir á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar
- Verkefnastyrkir á sviði menningar
- Stofn- og rekstrarstyrkir á sviði menningar

Í takt við sóknaráætlun landshlutans verður lögð sérstök áhersla á verkefni sem snúa að umhverfismálum.

Viltu lesa nánar um uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra? https://www.ssne.is/is/malaflokkar/soknaraaetlun-1/uppbyggingarsjodur