Ungmennaþing SSNE á Raufarhöfn

Dagana 21. - 22. nóvember stóð SSNE fyrir ungmennaþingi í félagsheimilinu á Raufarhöfn. Markmiðið þingsins er að búa til vettvang fyrir ungt fólk á aldrinum 13-18 ára þar sem það fær tækifæri til að ræða málefni sem brenna á þeim og koma skoðun sínum á framfæri. Jafnframt er eitt af markmiðum þessa viðburðar að stuðla að tengslamyndun meðal unga fólksins þvert á sveitarfélögin og efla tengsl þeirra við SSNE.

Þingið var afar vel heppnað og mættu tæplega 40 ungmenni frá flestum sveitarfélögum landshlutans. Þema þingsins var menning og skapandi greinar. Niðurstöður verðar nýttar við vinnu sóknaráætlunar og verða kynntar á næstu vikum á heimasíðu SSNE.

Alexandra Ósk Hermóðsdóttir og Rúnar Sveinn Birkisson úr Þingeyjarskóla og Daníel Róbert Magnússon úr Stórutjarnaskóla voru fulltrúar Þingeyjarsveitar á ungmennaþinginu. Þau stóðu sig vel og voru Þingeyjarsveit til sóma.