Umsóknir í styrkvegasjóð 2022

Ár hvert sendir Þingeyjarsveit inn umsókn í styrkvegasjóð hjá Vegagerðinni. Styrkvegir eru samgönguleiðir sem ekki falla undir skilgreiningar vega skv. lögum.

Nú óskar Þingeyjarsveit eftir ábendingum/umsóknum frá aðilum sem hafa áhuga á að fara í lagfæringar á samgönguleiðum sem falla undir skilgreiningar Vegagerðarinnar.

Vegagerðin hefur heimild til að veita Þingeyjarsveit styrk til eftirfarandi samgönguleiða:

  • vega yfir fjöll og heiðar sem ekki teljast þjóðvegir;
  • vega að bryggjum;
  • vega að skíðasvæðum;
  • vega að skipbrotsmannaskýlum;
  • vega að fjallskilaréttum;
  • vega að leitarmannaskálum;
  • vega að fjallaskálum;
  • vega innan uppgræðslu- og skógræktarsvæða;
  • vega að ferðamannastöðum;
  • vega að flugvöllum og lendingarstöðum sem ekki eru áætlunarflugvellir, en taldir eru upp í samgönguáætlun.

Í umsókn til sveitarfélagsins þurfa eftirtalin atriði að koma fram:

  • Umrædd leið
  • Lýsing á fyrirhuguðum framkvæmdum. Meðal annars upplýsingar um staðsetningu og notkun vegar.
  • Áætlaður kostnaður við framkvæmdir

Hafa skal í huga að samgönguleið sem nýtur styrks skal vera opin allri almennri umferð samkvæmt heimild úr vegalögum.

Áhugasamdir aðilar eru hvattir til að senda inn umsókn í gegnum netfangið hermann@thingeyjarsveit.is  í síðasta lagi föstudaginn 13. maí