Fara í efni

Umhverfismatsskýrsla um Norðausturveg í kynningu

Umhverfismatsskýrsla í kynningu:
Norðausturvegur um Skjálfandafljót í Kinn, Þingeyjarsveit.
Vegagerðin hefur lagt fram umhverfismatsskýrslu vegna umhverfismats Norðausturvegar um Skjálfandafljót í Kinn, Þingeyjarsveit.

Kynning á umhverfismatsskýrslu: Umhverfismatsskýrsla er aðgengileg á Skipulagsgátt -> www.skipulagsgatt.is og á vef Skipulagsstofnunar.

Upplýsingar á Skipulagsgátt um málið:
Vegagerðin fyrirhugar vegabætur á um 9-10 km löngum kafla Norðausturvegar (85) um Skjálfandafljót í Kinn, milli Torfuness í Kaldakinn og Tjarnar í Aðaldal, háð vali á veglínu. Í framkvæmdinni felst, auk vegagerðar, bygging nýrra tveggja akreina brúa á Skjálfandafljót og Rangá og lagfæring á vegamótum Norðausturvegar (85) og Aðaldalsvegar (845) við Tjörn í Aðaldal. Tveir valkostir eru lagðir fram. Markmið framkvæmdarinnar er að auka umferðaröryggi vegfarenda og tryggja greiðari samgöngur.

Umsagnarfrestur: Allir geta kynnt sér umhverfismatsskýrsluna og veitt umsögn í gegnum Skipulagsgátt eigi síðar en 3. mars 2026.

Getum við bætt efni þessarar síðu?