UMHVERFIS- OG LÝÐHEILSUÞING STÓRUTJARNASKÓLA

Fimmtudaginn 20. maí nk. er foreldrum barna í Stórutjarnaskóla og öðrum áhugasömum boðið að koma og fræðast um umhverfis – og lýðheilsumál og vinnu nemenda þar að lútandi í skólanum. Þingið hefst kl 13:10 og stendur til u.þ.b. kl 15:10.

Aðalfyrirlesari verður dr. Erla Björnsdóttir svefnfræðingur, sem mun ræða um svefn og mikilvægi hans fyrir börn og fullorðna. Þá munu nemendur kynna niðurstöður úr svefnkönnun, sem lögð var fyrir í skólanum. - Sagt verður frá þróunarverkefni sem skólinn tekur þátt í ásamt nokkrum erlendum skólum um lífbreytileika. Einnig verður sagt frá verkefni um sjálfbæra þróun sem nemendur í 4. – 6. bekk hafa unnið að, verkefni um vistkerfi skólalóðarinnar, sem 7. – 10. bekkur hefur verið að vinna og loks kynna 1. – 3. bekkur Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

Við þetta sama tækifæri verður Stórutjarnaskóla afhentur Grænfáninn í 5. sinn.

Allir hjartanlega velkomnir

Umhverfis- og lýðheilsunefnd Stórutjarnaskóla