Umhverfis- og lýðheilsuþing og Vortónleikar Stórutjarnaskóla

Miðvikudaginn 4. maí nk. er foreldrum barna í Stórutjarnaskóla og öðrum áhugasömum boðið að koma og fræðast um umhverfis- og lýðheilsumál og hlýða á fjölbreytt tónlistaratriði á Vortónleikum skólans. Dagskráin hefst kl. 13:30.

Aðalfyrirlesari þingsins verður Ólafur Sóliman matreiðslumeistari. Hans erindi mun fjalla um hans helsta áhugamál sem er mikilvægi góðrar næringar í samhengi við vistspor og framleiðslu matvæla í heimahéraði. Þá munu nemendur kynna niðurstöður úr lítilli rannsókn á matarsóun sem framkvæmd var hér í skólanum nú í mars. Einnig verður sagt frá þróunarverkefni með áherslu á stærðfræði og vísindi sem skólinn tekur þátt í ásamt nokkrum erlendum skólum.

Vortónleikar nemenda verða haldnir í kjölfar þingsins. Fjölbreytt og áhugaverð efnisskrá. Ókeypis aðgangur en eftir tónleikana er kaffisala til styrktar ferðasjóði nemenda. Kaffi og með því kr 1500- ath. ekki posi.

Allir hjartanlega velkomnir

Með góðri kveðju,

Umhverfis- og lýðheilsunefnd og tónlistardeild Stórutjarnaskóla