Umhverfis- og lýðheilsuþing í Stórutjarnaskóla 9. apríl

Þriðjudaginn 9. apríl nk. munu starfsmenn og nemendur Stórutjarnaskóla halda sitt umhverfis- og lýðheilsuþing í 10. sinn. Nemendur skólans munu að venju leika stór hlutverk í dagskrá þingsins og því hvetjum við alla til að sýna málefninu stuðning með því að koma og vera með okkur þessa stund.  Þingið verður í sal skólans, það hefst kl 13:10 og stendur til kl. 15:20.

Aðal fyrirlesari þingsins verður Snæbjörn Sigurðsson sem mun fjalla um orku framtíðarinnar en einnig verður Orri Páll Jóhannsson aðstoðarmaður umhverfis- og auðlindaráðherra sérstakur gestur. Loftslagsmál hafa verið mjög í brennidepli undanfarið og um þau mun m.a. verða fjallað af hálfu nemenda. Anita Karin Guttesen rýnir í verkefni skólans í heilsueflandi málum, hvað höfum við gert? Þá verður farið í saumana á umfjöllunarefni þinganna fram til þessa og rifjað upp.

 

Tónlistardeild skólans mun sjá um tónlistaratriði að venju með hljóðfæraleik og söng.

Þar sem þetta er 10. þingið bjóðum við að þessu sinni sérstaklega velkomna til okkur eldri nemendur og aðra þá sem komið hafa að málum á þessum 10 árum. Ekki síður bjóðum við til okkar foreldrum og íbúum nær og fjær og fulltrúum sveitarfélagsins í ráðum og nefndum því umfjöllunarefnið er brýnt og unga fólksins bíður ærið verkefni.

 

Látum ekki deigan síga.

Vonumst til að sjá sem flesta því okkur er umhugað um framtíðina sem aldrei fyrr.

 

Umhverfis- og lýðheilsunefnd Stórutjarnaskóla