Tilslökun á samkomubanni 4. maí

Næstkomandi mánudag, 4. maí verður breyting á samkomubanni vegna COVID-19. Fjöldamörk munu þá miðast við 50 einstaklinga í stað 20 áður. Regla um tveggja metra fjarlægð haldast óbreyttar.

Takmörkunum á skólastarfi verður aflétt og hefðbundið skólastarf mun hefjast í grunn- og leikskóladeildum sveitarfélagsins frá og með mánudeginum 4 maí.

Skipulagt íþróttastarf barna á leik- og grunnskólaaldri verður heimilt utandyra með fjöldatakmörkunum.

Bókasöfn sveitarfélagsins munu opna á ný.

Skrifstofa sveitarfélagsins opnar á ný og starfsemin verður hefðbundin.

Félagsstarf eldri borgara, Opið hús mun hins vegar ekki hefjast aftur fyrr en haust.

Áfram verður boðið uppá heimkeyrslu á vörum í samstarfi við Dalakofann út maí fyrir þá einstaklinga sem sannarlega tilheyra viðkvæmum hópum og geta ekki nálgast þær sjálfir.

Íþróttamiðstöðin á Laugum, líkamsræktarsalur og sundlaug, verður áfram lokuð.

 

Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri.