Tilnefningar til umhverfisverðlauna 2022

Kæru sveitungar.

Umhverfisnefnd Þingeyjarsveitar óskar eftir tilnefningum til umhverfisverðlauna fyrir árið 2022. Óskað er eftir tilnefningum um einstaklinga, fyrirtæki, lögbýli eða stofnun sem eru til fyrirmyndar í umhirðu og umgengni síns nærumhverfs að ykkar mati.

Er þess óskað að þið að horfið í kringum ykkur og sendið til okkar tilnefningar með rökstuðningi af hverju viðkomandi skuli hljóta viðurkenningu.

Tilnefningar skal senda á anna@thingeyjarsveit.is eða skila inn á sveitarstjórnarskrifstofu í Kjarna, Laugum eða Hlíðarvegi í Reykjahlíð fyrir 21. desember nk.

Umhverfsnefnd Þingeyjarsveitar