Tilnefningar til landbúnaðarverðlauna

Óskað er eftir tilnefningum til landbúnaðarverðlauna sem matvælaráðherra veitir árlega í tengslum við Búnaðarþing.

Öllum er frjálst að senda inn tilnefningar um bændabýli eða önnur landbúnaðarfyrirtæki og félög sem talin eru hafa verið til fyrirmyndar að einhverju leyti í íslenskum landbúnaði á síðasta ári. Þau eru mörg búin í Þingeyjarsveit sem eru til fyrirmyndar! Kannski þú ættir að senda inn tilnefningu?

Stutt greinargerð skal fylgja með tilnefningu þar sem fram koma helstu upplýsingar um starfsemi tilnefndra ásamt rökstuðningi fyrir tilnefningunni.
Við valið er litið til þátta eins og frumkvöðlastarfs, nýjunga í starfsháttum eða annars árangurs sem getur verið öðrum fyrirmynd í landbúnaði svo sem á sviði umhverfisstjórnunar, loftslagsmála, ræktunarstarfs eða annarra þátta í starfseminni. 

Frestur til að skila inn tillögum hefur verið framlengdur til 7. mars 2024. Nánari upplýsingar má finna hér.