Tilnefningar til umhverfisviðurkenningar Þingeyjarsveitar 2023

Umhverfisnefnd Þingeyjarsveitar óskar eftir tilnefningum til umhverfisviðurkenningar fyrir árið 2023. Óskað er eftir tilnefningum um einstaklinga, fyrirtæki, lögbýli eða stofnanir sem eru til fyrirmyndar í umhverfismálum, umhirðu eða umgengni í sveitarfélaginu.

Við óskum eftir því að allir horfi í kringum sig og sendi til nefndarinnar tilnefningar með rökstuðningi af hverju viðkomandi skuli hljóta viðurkenningu. 

Tilnefningar eru að þessu sinni rafrænar í gegnum slóð sem finna má HÉR og þurfa að berast fyrir 9. október næstkomandi.

Umhverfisnefnd Þingeyjarsveitar