Deiliskipulag Hofsstaða í Mývatnssveit

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkti þann 22. febrúar 2024 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Hofsstaða í Mývatnssveit í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagssvæðið er 29 ha en á síðustu árum hafa komið í ljós fleiri fornminjar á svæðinu en áður voru þekktar. Markmiðið er að skapa heildstætt minjasvæði sem nær utan um minjar í og við heimatún Hofsstaða og stuðla að verndun þeirra og varðveislu auk þess að gera þær aðgengilegar.

Við gildistöku skipulagsins mun eldra deiliskipulag svæðisins falla úr gildi.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 17. apríl 2024. Tillagan er aðgengileg í skipulagsgátt, mál nr. 213/2024 og skal athugasemdum skilað í gegnum gáttina.