Tillaga að deiliskipulagi af Þingey og Skuldaþingsey

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkti þann 30. ágúst 2018 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi af Þingey og Skuldaþingsey í Skjálfandafljóti skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Í deiliskipulagstillögunni er virðing fyrir náttúru svæðisins, fornminjum og sögu látin ráða för og skilgreint er fyrirkomulag áningarstaða, minjasvæða og gönguleiða ásamt því að koma á göngutengingu með göngubrúm út í Þingey og Skuldaþingsey. Markmiðið með deiliskipulaginu er að að gera Þingey og Skuldaþingsey að áhugaverðum áfangsstöðum fyrir heimamenn og ferðamenn, sem vilja í senn njóta náttúru svæðisins og fræðast um sögu þess.  

Tillöguuppdrættir ásamt greinargerð munu liggja frammi á skrifstofu Þingeyjarsveitar, Kjarna, 650 Laugar, frá og með föstudeginum 14. september 2018 með athugasemdarfresti til og með föstudeginum 26. október 2018.  Þá eru upplýsingar einnig aðgengilegar á heimasíðu Þingeyjarsveitar:  http://www.thingeyjarsveit.is,/stjórnsýsla/skipulagsmál/deiliskipulag/tillögur í auglýsingu.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna.  Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út föstudaginn 26. október 2018.  Skila skal athugasemdum skriflega til skrifstofu Þingeyjarsveitar, Kjarna, 650 Laugar og/eða í tölvupósti á netfangið:  bjarni@thingeyjarsveit.is.  Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna innan tilskilins frests teljast henni samþykkir.

 

Bjarni Reykjalín,

skipulags- og byggingarfulltrúi