Tilkynning vegna félagsstarfs eldri borgara

Nýjar reglugerðir um takmarkanir á samkomuhaldi og skólastarfi til að sporna við útbreiðslu COVID-19 tóku gildi á miðnætti 5. október og gilda til og með 19. október n.k. Hámarksfjöldi þeirra sem mega koma saman verður 20 manns.

Opið hús eldri borgara í Þingeyjarsveit sem til stóð að hafa í Félagsheimilinu Breiðamýri á morgun, þriðjudaginn 6. október mun því eðli málsins samkvæmt falla niður. Einnig mun Opið hús falla niður þriðjudaginn 12. október. Fyrirkomulag félagsstarfs eldri borgara nánar auglýst síðar.