Tilkynning vegna beingreiðslna og greiðsluþjónustu innheimtukrafna

Við innleiðingu á nýju bókhaldskerfi hjá Þingeyjarsveit hafa beingreiðslur og greiðsluþjónusta í einhverjum tilfellum fallið út. Þess vegna viljum við biðja fólk að skoða sínar innheimtukröfur frá Þingeyjarsveit fyrir janúar og febrúar. Ef þær hafa fallið út þarf að merkja innheimtukröfurnar aftur í beingreiðslu í heimabanka eða hafa samband við viðskiptabanka varðandi greiðsluþjónustuna.

Við biðjumst velvirðingar á þessum óþægindum - Starfsfólk skrifstofu Þingeyjarsveitar.